Rætt er við Guðmund Tómas Sigurðsson nýráðinn flugrekstrarstjóra Icelandair um ýmsar stórar áskoranir framundan í rekstrinum. Endurnýjun flugflota félagsins er hafin og nú þarf að ákveða hvort áfram eigi að reka breiðþotur eða eingöngu mjóþotur í framtíðarleiðarkerfi Icelandair. Guðmundur Tómas fer yfir óásættanlega stöðu á Reykjavíkurflugvelli og útskýrir hvers vegna hindranir í útreiknuðum flugferlum geta aftrað því að flugfélög geti notað völlinn á öruggan og eðlilegan máta. Guðmundur segist bjartsýnn á að Icelandair nái markmiðum í rekstrinum og geti vaxið og dafnað á næstu árum með Keflavík sem öfluga tengimiðstöð.
#99 – Ný mið á nýjum flugvélum og framtíðin björt – ótækt ástand í RKV – Guðmundur Tómas Sigurðsson