Flugvarpið

Flugvarpið

Þáttur #95 er samantekt Flugvarpsins frá kosningafundi Flugmálafélags Íslands um flugmál sem haldinn var 19. nóvember 2024. Þar var fulltrúum frá framboðum til Alþingiskosninga boðið að mæta og skýra frá stefnu og áherslum sínum í flugmálum. Auk almennra stefnumiða í flugmálum voru framboðin spurð um menntamál flugsins, Reykjavíkurflugvöll og framtíð hans og rekstrarform ISAVIA svo eitthvað sé nefnt. Fundinum stýrði Matthías Sveinbjörnsson forseti Flugmálafélagsins. Þeir sem mættu frá framboðum til Alþingis voru: Grímur Grímsson frá Viðreisn, Rúnar Sigurjónsson frá Flokki fólksins, Njáll Trausti Friðbjörnsson frá Sjálfstæðisflokknum, Arnar Þór Jónsson frá Lýðræðisflokknum, Jón Þór Þorvaldsson frá Miðflokknum, Indriði Ingi Stefánsson frá Pírötum, Kristján Þórður Snæbjarnarson frá Samfylkingu og Jóhannes Loftsson frá Ábyrgri framtíð. Enginn fulltrúi mætti frá Vinstri grænum og enginn frá Sósíalistum. Fulltrúi Framsóknarflokksins ætlaði að mæta en afboðaði vegna veikinda.

#95 - Kosningafundur Flugmálafélags Íslands 2024 – samantektHlustað

26. nóv 2024