Flugvarpið

Flugvarpið

Rætt er við Magnús Má Þórðarson framkvæmdastjóra hjá Tern systems sem sérhæfir sig í að hanna og framleiða hugbúnað fyrir stjórnun flugumferðar. Fyrirtækið hyggst nýta tækifæri í tæknibyltingu með gervigreind og hlaut nýverið 95 milljóna króna styrk úr rannsóknar- og nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins SESAR til að þróa gervigreindarlausn sem ætlað er að auka flugöryggi. Magnús Már segir hér frá þessu og ýmsum öðrum áhugaverðum verkefnum fyrirtækisins til þessa. Tern er með starfsemi í mörgum löndum og starfsmennirnir eru nærri eitt hundrað. Fyrirtækið er í dag í eigu ISAVIA ANS en þreifingar eru uppi um að fá mögulega inn nýtt eignarhald í félagið.

#85 - TERN systems - þróa gervigreind við stjórn flugumferðar - Magnús Már ÞórðarsonHlustað

03. ágú 2024