Annar hluti í samantekt Flugvarpsins um DC-3 í tilefni af 80 ára afmæli Þristsins. Rætt er við Svein Runólfsson fyrrverandi Landgræðslustjóra um Landgræðsluflugið á DC-3 sem stóð yfir í rúm 30 ár og breytti ásýnd landsins mjög víða til hins betra, enda einn öflugasti áburðardreifari sem notaður hefur verið. Sveinn hefur yfirgripsmikla þekkingu á starfsemi Landgræðslunnar og þekkir einnig vel einstaka sögu Gunnarsholts í gegnum áratugina þar sem var oft á tíðum iðandi mannlíf þegar Landgræðsluflugið var sem mest.
# 77 – Landgræðsluflugið á DC-3 – Þristurinn 80 ára – 2. hluti – Sveinn Runólfsson