Rætt er við Friðrik Adolfsson framkvæmdastjóra og einn af eigendum Norlandair á Akureyri, en hann lætur senn af störfum eftir 50 ár í fluginu. Hann skilar öflugu búi því Norlandair hefur vaxið stöðugt og rekstur félagsins gengur vel. Meginstoðirnar í rekstrinum eru Grænlandsflug, áætlunarflug á smærri staði innanlands og nú síðast sjúkraflugið, sem félagið tók yfir um síðustu áramót. Friðrik segist sjá fyrir sér enn meiri eftirspurn eftir flugi til Grænlands og að samhliða geti félagið haldið áfram að vaxa, en til þess vanti tilfinnanlega meira skýlispláss á Akureyrarflugvelli.