Flugvarpið

Flugvarpið

Rætt er við Guðmund Tómas Sigurðsson ábyrgðarmann þjálfunar flugáhafna hjá Icelandair um innleiðingu á Airbus flota hjá félaginu. Fyrsta Airbus vélin er áætluð í nóvember og þjálfa þarf 70-80 flugmenn strax næsta vetur fyrir þær 4 flugvélar sem áætlað er að taka í rekstur fyrir sumarið 2025. Nú hefur verið skrifað undir kaup á nýjum Airbus flughermi sem tekinn verður í notkun á næsta ári, en það tæki mun skipta sköpum í allri þjálfun flugáhafna á eftir því sem Airbus vélum félagsins fjölgar á næstu árum. Guðmundur ræðir einnig um nýja nálgun félagsins í þjálfunarmálum og þá viðleitni til að þjálfa flugmenn fyrir nýjum áskorunum sem geta komið upp í breyttum heimi.

#83 – Airbus innleiðing Icelandair – flughermir staðfestur – Guðmundur Tómas SigurðssonHlustað

26. jún 2024