Flugvarpið

Flugvarpið

Rætt er við Petter Hörnfeldt sem heldur úti viðamikilli útgáfu á youtube til að kynna og fræða áhorfendur um flugmál. Petter var gestur á Reykjavik Flight Safety Symposium á vegum ÖFÍA þar sem hann fór yfir stöðuna og horfur framundan út frá flugmannsstarfinu. Hann telur yfirvofandi mikinn skort á flugmönnum á allra næstu árum og segir frá því hvernig hann telur að flugfélögin og skólar þurfi að mæta þeirri þörf. Hann segir einnig frá störfum sínum semThe Mentour pilot sem m.a. varð til því mikill skortur hafi verið á faglegu efni á netinu um flugmál.

#65 – Flugmannaskortur yfirvofandi? - The Mentour Pilot – Petter HörnfeldtHlustað

14. okt 2023