Flugvarpið

Flugvarpið

Rætt er við August Håkansson flugstjóra og verkefnastjóra, Rósu Björg Gunnarsdóttur flugfreyju og Arnar Þór Jóhannsson flugvirkja um leiguflug sem þau hafa verið að sinna til Suðurskautslandsins. Um er að ræða leiguflug þar sem flogið er frá Punta Arenas í Chile og lent á flugbraut sem er nokkur hundruð metra þykk íshella á Suðurskautslandinu. Flugið á lítið skylt við venjulegt áætlunarflug og hefur krafist mikils undirbúnings. Árni Hermannsson framkvæmdastjóri Loftleiða segir einnig stuttlega frá tilurð þessa verkefnis.

#37 – ÍS-lendingar á Suðurskautslandinu – leigflug á mörgæsaslóðumHlustað

17. des 2021