Flugvarpið

Flugvarpið

Tómas Dagur Helgason segir hér frá fjölbreyttum ferli í fluginu. Það varð honum mikið áfall að missa heilbrigðisvottorðið og þar með flugréttindin vegna sykursýki fyrir um áratug síðan, en hann hefur æ síðan barist ötullega fyrir því að fá reglum breytt í Evrópu í þá átt að heimila sykursjúkum að fljúga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hann hefur haldið ótrauður áfram í fluginu og flýgur í dag einkaflug á grundvelli skírteinis frá Bandaríkjunum og hefur viðhaldið fyrsta flokks heilbrigðisvottorði útgefnu í Bretlandi. Tómas Dagur er í dag flugrekstrarstjóri Norlandair og var áður flugrekstrarstjóri Bláfugls. Þar að auki á hann að baki þrjá áratugi sem flugmaður og flugstjóri hjá Icelandair. Tómas Dagur er líka formaður DC-3 Þristavinafélagsins sem í eru hátt í fjögur hundruð manns sem vilja viðhalda Þristinum. Það er því af nógu að taka þegar rætt er við Tómas Dag um flugmálin.

#94 – Sykursýkin og baráttan fyrir að fljúga – Þristavinir, Norlandair o.fl.– Tómas Dagur HelgasonHlustað

18. nóv 2024