Flugvarpið

Flugvarpið

Rætt er við Sölva Þórðarson skólastjóra og einn af eigendum Flugskóla Íslands sem auglýsir nú atvinnuflugnám í samstarfi við Sevenair flugskólann í Portúgal. Sölvi hefur ásamt fleirum rekið skóla undir nafninu Icelandic Aviation Training í nokkur ár þar sem fókusinn hefur aðallega verið að þjónusta flugrekendur bæði hér heima og erlendis með tegundaráritanir og síþjálfun flugáhafna. Nú hefur skólinn tekið upp nafnið Flugskóli Íslands og býður upp á nám til atvinnuflugmanns frá a til ö. Sölvi segir í þættinum ítarlega frá þessu nýja námsframboði og ræðir um stöðu flugnámsins eftir margvíslegar breytingar á þeim markaði á síðustu árum.

#84 – Nýr Flugskóli Íslands – vilja efla flugnám og fá því sess í menntakerfinu – Sölvi ÞórðarsonHlustað

27. júl 2024