Rúrik Gíslason knattspyrnumaður missti bæði æskuvin og móður sína úr krabbameini með stuttu millibili. Það tók á Rúrik að ræða málin hér en hann talar á einlægan hátt um missinn sem markað hefur hann og líf hans á svo sterkan máta. Honum finnst mikilvægt að huga vel að því hvernig við lifum lífinu og þannig hvað við skiljum eftir þegar við deyjum.