Óreiðan á bak við tjöldin hjá Manchester United er augljós en Dan Ashworth, sem hafði starfað sem yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, var rekinn eftir tap gegn Nottingham Forest um síðastliðna helgi.
Menn virðast ekki vera að ganga í sama takt á Old Trafford en hjá Chelsea er allt í blóma þessa stundina. Er ekki hægt að fullyrða að Cole Palmer sé næst besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar?
Frestað var hjá Liverpool og Everton, City og Arsenal missteigu sig og það eru nokkrir stjórar í heitu starfi.
Orri Fannar Þórisson og Magnús Haukur Harðarson gerðu upp helgina í enska boltanum ásamt Guðmuni Aðalsteini.
Enski boltinn - Óreiða á Old Trafford og stærstu mistök Guardiola