Umsjónarmaður les úr fáséðri Minningabók Þorvaldar Thoroddsen þar sem hann fjallar um æskuár sín í Flatey, á Haga á Barðaströnd og að síðustu að Leirá. Hér er Þorvaldur 11 ára með foreldrum sínum, Kristínu Þorvaldsdóttur og Jóni Thoroddsen sýslumanni og skáldi. „Oft lá eg á árbökkunum tímum saman til þess að horfa niður í iðuna og strauminn og sjá hinar mörgu tilbreytingar og litbrigði, þar sem hið tæra vatn rann yfir mislitt grjótið, en silungsbröndur skutust fram og aftur; líka hafði eg gaman af að athuga hornsíli, friðrildi, bjöllur og önnur skordýr, þótti vinnufólkinu eg heimskuega spurull um þessa hluti, enda fekk eg þaðan enga fræðslu. Eg var því einn mjer að dunda við þetta oftast nær, safnaði að mjer grænum og rauðum agötum, hálfópölum, draugasteinum og þesskonar, og fann stundum hvíta leirsteina með logagyltum ögnum, sem fólk sagði að væri gull.“ Umsjón: Illugi Jökulsson.