Illugi Jökulsson les úr Hádegisblaðinu fyrra sem hóf göngu sína 17. febrúar 1933. Ritstjóri blaðsins var Jens Pálsson, bóndasonur að austan, sjómaður og jafnaðarmaður. Blaðinu var ætlað að stinga á kýlum og fann nokkur slík fljótlega í sollinum í Reykjavík. Þarna var í uppsiglingu fjörlegt blað. Umsjónarmaður les nokkrar greinar úr blaðinu sem dregur upp aðra mynd af Reykjavík en þá sem hin blöðin vildu helst segja.