Frjálsar hendur

Frjálsar hendur

Í Grettissögu er skemmtilegur kafli um dvöl útlagans Grettis Ásmundarsonar í Þórisdal, dularfullum dal uppi í jökli þar sem búa útilegumenn. Um aldir virðast Íslendingar hafa trúað því að slík útilegumannabyggð, bara býsna blómleg, væri í hinum leyndardómsfulla dal eða kannski í Ódáðahrauni þar sem sagt var að Oddur biskup hefði leitað hælis einu sinni. Illugi Jökulsson les frásagnir úr Grettissögu og Biskupasögu Jóns Halldórssonar en síðan frásögn um ferð tveggja presta og fylgdarmanns þeirra í hinn raunverulega Þórisdal árið 1644 og hvað þeir sáu þar.

Útilegumenn, frásagnir úr Grettissögu og BiskupasöguHlustað

01. maí 2022