Frjálsar hendur

Frjálsar hendur

„Íslandi er svo í sveit komið á jörð þessari, að það virðist helzt vera miðstöð loftbelgings og lægða allra átta.“ Þorsteinn Þorsteinsson hét einn hinna frábæru íslensku alþýðumanna sem lögðu sál sína í að skrá hvers konar fróðleik um þjóð sína og sögu, þótt þeir þyrftu að gera það í hjáverkum frá brauðstritinu. Þorsteinn fór til Ameríku liðlega tvítugur og var þar lengst af húsamálari en hann skrifaði nokkur bindi af Sögu Íslendinga í Vesturheimi. Auk frásagna af Vesturheimsferðunum sjálfum lagði Þorsteinn áherslu á að sýna hvaðan og hvers vegna Íslendingar flúðu land sitt. Umsjónarmaður les lýsingu hans á „Íslandi til forna“ sem er vissulega gamaldags en þó skorinorð og skemmtileg frásögn, eins og upphafsorð hans um Ísland sem miðstöð vindbelgings gefa til kynna. Þar koma við sögu Arnór kerlinganef og höfundur Guðmundarsögu góða, og svo fylgja æsilegar frásagnir af hræðilegum áhrifum eldgosa! Umsjón: Illugi Jökulsson.

Ísland til fornaHlustað

03. apr 2022