Nú er sko aldeilis handagangur í öskjunni, en þær Lóa og Móa eru ekki í stúdíó Barnaby í þessum þætti. Því þær stöllur eru búnar að binda á sig svunturnar og hella sér í hálfmánagerð. Í þessum lokaþætti seríunnar ber margt á góma á meðan þær baka vandræðin; Bítlarnir, umhverfisvænar jólagjafir, ímynduð Afríska hálfmánaverksmiðja, ömmur og langömmur. Mitt í öllu jólastressinu, er gott að setjast niður, baka í rólegheitunum og dreypa á öli.