Enn og aftur rís frú Barnaby eins og fönix úr ösku og fagnar nú fyrsta þætti fimmtu seríu - hverjum hefði dottið það í hug? Lóa og Móa eru komnar í spádómssokkana og segja okkur hvað næsta ár hefur upp á að bjóða. Þær lesa í Tarot-spilin, ræða pláguna margrómuðu, cocoa-puffs og íslenska sumarbústaðinn í Afríku. Stormurinn blæs fyrir utan stúdíó barnaby og lægðin leggst yfir þær stöllur eins morðóður flóðhestur.