Lóa og Móa eru mættar upp í stúdíó Barnaby, sitja í hægindastólum umvafðar köflóttum teppum, orna sér við arineld og Lóa með Coco (upptökustjórann) í kjöltu. Þær stöllur veigra sér ekki við að fara yfir flest aðkallandi samfélagslegu málefni líðandi stundar, eins og jólagjafir, kapítalisma, heimilisleysi og jólaanda. En einnig beina þær Barnaby-gleraugunum á áhrifavalda, stöðu þeirra í samfélaginu og jú auðvitað áhrif. Díönuhornið er á sínum stað og einkar kræsilegt að þessu sinni enda af nógu að taka á þeim vígstöðvum. Við óskum hlustendum gleðilegra jóla nær og fjær og farsældar á nýju ári, ykkar Lóa og Móa