Gáfnaljós

Gáfnaljós

Stella Rún Steinþórsdóttir er gáfnaljós þáttarins. Við Stella töluðum um hvernig það er að greinast með ADHD á fullorðinsárum og hversu mikill munur er á einkennum þess hjá stelpum og strákum. Þá kom líka fram að greiningarferlið er sniðið að einkennum stráka og stelpur með ADHD eiga það til að týnast í kerfinu. Þess vegna kynnti Stella mig fyrir  Söru - stelpu með ADHD, frumkvæðisverkefni sem ætlað er að finna týndu stelpurnar. Skoðanasarpur Gáfnaljóss er aðhaldsvettvangur hlustenda þáttarins á FacebookStef: When I'm Small með PhantogramUmsjón: Sveinbjörn Ingi Grímsson

Stelpur með ADHDHlustað

26. des 2022