Hann svarar ekki. Hann ,,lækar" ekki myndina mína. Hún hringir ekki til baka. Ég fæ ekki boð í viðtal. Ég er aldrei spurður um mitt álit.
Við upplifum og túlkum höfnun við ýmsar aðstæður og jafnvel daglega. En er raunverulega verið að hafna okkur eða er hugurinn okkar að draga ályktanir? Engu að síður eru áhrifin á geðið okkar raunveruleg því tilfinningarnar trúa höfðinu. Höfnun er aðalumræðuefni Geðslagsins með Friðriki Agna og Sigursteini Mássyni í dag.
Viltu deila einhverju með okkur? Geðslagið er á Instagram og Facebook.
Tengjumst!
Geðslagið tekur upp í Nóa Síríus stúdíó-i Podcaststöðvarinnar.