Gellur elska glæpi

Gellur elska glæpi

Í tilefni árs afmælis Útvarps 101 færir Ingibjörg Iða hlustendum tvöfaldan þátt þar sem hún tekur fyrir tvö mál. Hin átta ára gamla April Tinsley hvarf sporlaust frá heimilinu sínu þann 1. apríl árið 1988. Þremur dögum seinna, þann 4. apríl, fannst lík hennar í skurði. Morðinginn skildi eftir óhugnanleg skilaboð í gegnum árin en sá seki var ekki handsamaður fyrr en árið 2018, 30 árum eftir að April var myrt. Þann 11. júní árið 1981 lokkaði Issei Sagawa samnemandann sinn, Renée Hartevelt, í íbúðina sína þar sem hann skaut hana með riffli og gæddi sér á holdi hennar. Fimm árum seinna var hann látinn laus í heimalandi sínu og nýtti frelsið meðal annars til að ferðast til Íslands. Ingibjörg kryfur málin fyrir hlustendum í þessum troðfulla þætti sem veldur engum vonbrigðum.

3. Tvöfaldur þáttur: April Tinsley og Issei SagawaHlustað

01. nóv 2019