Í þessum þætti af Gellur elska glæpi fjallar Ingibjörg Iða um sértrúarsöfnuðinn Heaven´s Gate. Þann 26. mars árið 1997 fundust 39 meðlimir Heaven's Gate látnir í húsi þeirra í Kalíforníu. Þau voru klædd í svarta galla, Nike skó og með fjólubláa slæðu yfir höfðinu. Þetta er enn þann dag í dag stærsta fjöldasjálfsmorð í sögu Bandaríkjanna. Ingibjörg Iða kryfur málið fyrir hlustendum. ATH! Upptakan stöðvaðist óvart í síðustu setningunni en hún hljóðar svona: „Þau munu svara þér og þau hafa gert það og veitt ýmis viðtöl."