Góðan daginn Grindvíkingar! Alexander Birgir Björnsson mætti aftur í stúdíó240 og tók upp jólaþátt með sérlegri aðstoð frá Elínborgu Ingvarsdóttur, forstöðumanni Þrumunnar. Þau ræddu um jólahátíðina og fengu nokkra góða gesti í settið sem starfa við Grunnskóla Grindavíkur. Við mælum með hlustun ef að þið viljið koma ykkur í jólaskap í þessu veðri. Það verða svo sannarlega hvít jól þessi jólin. Um að gera að fá sér heitt kakó og smákökur, já eða pakka inn jólapökkunum! Sérlegar þakkir til jólagesta þáttarins. Fram komu:- Elín Björg, sérkennari og móðir Alexanders.- Rakel V og Jón Breki fulltrúar nemendaráðs.- Garðar aðstoðar skólastjóri og Eysteinn skólastjóri.- Sindri og Lauga nemendur í 7.bekk.- Gerða Hammer stuðningsfulltrúi.- Rakel Pálmadóttir kennari.Gleðilega hátíð kæru Grindvíkingar, takk fyrir allt það liðna og takk fyrir hlustunina.