Fulltrúar ungmennaráðs Grindavíkurbæjar tóku sig saman og undirbjuggu Kosningavarp fyrir bæjarbúa. Þau fengu oddvita allra flokka í Grindavík til sín í Stúdíó240.Helga Dís Jakobsdóttir er oddviti Raddar unga fólksins í sveitarstjórn Grindavíkur. Þau Vignir Berg Pálsson og Una Rós Unnarsdóttir, fulltrúar ungmennaráðs, og Melkorka Ýr Magnúsdóttir, umsjónarmaður ungmennaráðs, spyrja Helgu Dísi nokkurra spurninga um flokkinn, fyrir hvað þau standa, af hverju við ættum að setja x við U og fleira í þeim dúr. Þar að auki fengum við að kynnast Helgu Dísi aðeins betur og heyra hver hún er. Takk fyrir að hlusta og endilega deilið áfram. Intro lag: Metro - Lil Stony (Þorsteinn Michael Guðbjargarson)