Grænkerið

Grænkerið

Í þætti dagsins fær Eva hana Birtu Ísey í heimsókn en  Birta situr í stjórn Samtaka grænkera og segir okkur m.a. frá Vegan festivali sem verður haldið 20 ágúst 2023. Eva byrjar á að segja Birtu frá  brúðkaupi sem hún fór í um daginn en þar var ALLT VEGAN!Hún segir henni einnig frá samræðum sem hún átti við non-vegan kunningja fyrir skömmu.  Hann vildi meina að vegan fólk ætti að sjálfsögðu að bjóða upp á kjöt máltíð fyrir þau sem borða kjöt í veislum hjá sér, rétt  eins og "allir" taka tillit til vegan fólks. Við komum meðal annars inná Er það sambærilegt fyrir "kjötætur" að bjóða upp á eina vegan máltíð og að biðja vegan manneskju að bjóða upp á máltíð með dýraafurðum í?Er tekið svona mikið tillit til vegan fólks?Er svona erfitt fyrir fólk að borða eina vegan máltíð?Ef þú hefur gaman að þættinum hver ég þig til að ýta á follow eða subscribe á þinni hlaðvarpsveitu. Þannig heldur appið utan um gamla og nýja þætti og þú hjálpar í leiðinni hlaðvarpinu að ná til fleira fólks-Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf. Intro: Promoe - These walls don’t lie

Á vegan fólk að bjóða upp á kjöt í veislum?Hlustað

08. ágú 2023