Í dag eins og svo oft áður sat með mér hin yndislega Rósa María og í dag kom einn auka gestur, hún Lúna sem þið heyrið í reglulega í gegnum þáttinn. Við fórum yfir um dagana sem yfirtaka pínu febrúar sem eru að sjálfssögðu Bolludagur, Sprengidagur, Öskudagur og svo Valentínusardagurinn. Hvernig bollur eru bestar? Er ómögulegt að gera vegan vatnsdeigsbollu? Við förum yfir sænska öskudagsbúninga og ræðum sænskar semlur. Við Rósa lofum upp í ermina á okkur að búa til Churroz bollu og ég vona persónulega mín vegna að við stöndum við það því VÁ HVAÐ ÞESSI BOLLA HLJÓMAR VEL. Þið finnið umræður um þættina og önnur vegan málefni í facebook hóp Grænkersins -Hlustendavaktin. Komið endilega þangað og segið mér hvað ykkur finnst um þættina!-Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf. Intro: Promoe - These walls don’t lie