Hátíðarnar nálgast og Jólakerið er hér til að aðstoða ykkur með jólamatinn! Við höfum verið á fullu að taka upp matreiðslumyndbönd af gómsætum hátíðamat. Uppskriftir eins og grafinn gulrótarlox, fylltur krúttlingur, súkkulaði smjördeigs jólatré hafa verið birtar á facebook grúbbu Grænkersins, hlustendavaktin - á Instagram og TikTok.Við höldum áfram að birta vegan uppskriftir alveg fram að jólum og þar má t.d. nefna ris a la mande, súkkulaðimús, churros, og heitt súkkulaði.Í þættinum ræði ég við Rósu Maríu um jólamat og jólagjafir bæði fyrir grænkera en einnig gjafir sem eru tilvaldar fyrir grænkera að gefa öðrum. Þáttur daginsins er í boði ÖRLÖ og Hérastubbs bakarí og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn. -Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf. Intro: Promoe - These walls don’t lie