Stjórnarskrárfélagið safnar nú undirskriftum almennings við þá kröfu að Alþingi virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 2012 og lögfesti nýju stjórnarskrána. Ríkisstjórn Vinstri-grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur ekki viljað heyra á þetta minnst og hefur boðað eigin stjórnarskrártillögur. Flokkarinar virðast að vísu ekki ná samstöðu um þessar tillögur og nú er margt sem bendir til að við förum í gegnum enn eitt kjörtímabilið þar sem stjórnarskráin tekur engum breytingum. Undirskriftasöfnun stjórnarskrárfélagsins lýkur mánudaginn 19. október og af því tilefni sló ég á þráðinn til Katrínar Oddsdóttur, eins af forsvarsmönnum Stjórnarskrárfélagsins, og óskaði henni til hamingju með árangurinn, en þegar við ræddum saman voru undirskriftirnar 27494, en eru nú tveimur dögum seinna 28.526. Það er líklega nýtt met innan þess undirskriftakerfis sem rekið er á vegum stjórnvalda á island.is.