Hádegið

Hádegið

Í ljósi yfirvofandi framtalsskila endurflytjum við pistil frá Gunnari Dofra Ólafssyni, stjórnanda hlaðvarpsins Leitin að peningunum, um skattaundanþágur og -afslætti. Það er að segja, skattinn sem ekki þarf að borga. En Gunnar Dofri fræddi hlustendur um allt sem viðkemur heimilisfjármálunum í Hádeginu í fyrra. Rússinn og milljarðamæringurinn Roman Abramovich, sem hagnaðist gífurlega á falli Sovétríkjanna, er þekktur af mörgu: Hann var trúnaðarvinur Borisar Jeltsín, fyrsta forseta Rússlands - og er sagður náinn vinur Vladimír Pútíns núverandi Rússlandsforseta. Hann var þá ríkisstjóri um tíma í Rússlandi - í átta ár eða svo - en er þó eflaust helst þekktur fyrir að vera eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea. Á sínum tíma, þegar Abramovich keypti liðið gjörbreytti hann gengi þess. En nú stendur hins vegar styr um félagið vegna milljarðamæringsins og heimalands hans. En Abramovic er einn sjö rússneskra olígarka sem bresk stjórnvöld hafa beitt viðskiptaþvingunum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, og hverra eignir hafa verið frystar í Bretlandi. Margir velta því nú fyrir sér hvort og þá hvaða áhrif eignarhaldið muni hafa á úrvalsdeildarliðið og afdrif þess. Við berum málið undir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson íþróttamann í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Skattaundanþágur og afdrif ChelseaHlustað

11. mar 2022