Íslands forni fjandi er kominn aftur á stjá. Og nei, ég á ekki við hafísinn, heldur verðbólguna - eða öllu heldur verðbólgudrauginn - sem hefur síðustu vikur minnt rækilega á sig. Hingað er komin Magdalena Anna Torfadóttir hagfræðingur og sérstakur gestur okkar um fjármál- og efnahagsmál. Hún er viðskiptablaðamaður á fréttablaðinu og stjórnandi hlaðvarpsins Fjárlmálakastsins. Víða um heim hefur borið á mótmælum vegna aðgerða stjórnvalda tengdum sóttvörnum. Fólk er orðið langþreytt á kórónuveirunni og líkt og við töluðum um hér í Hádeginu á mánudag - þegar fjallað var um mótmæli vörubílstjóra í Kanada - vilja mörg frá sitt venjulega og eðlilega líf til baka. Hættan af omicron afbrigðinu þykir lítil, allavega mun minni en af fyrri afbrigðum. En hvernig er þessu háttað hér á landi, hvað finnst íslenskum almenningi um aðgerðir og viðbrögð stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum? Frá upphafi faraldurs hefur teymi fræðimanna á vegum Félagsvíindastofnunnar Háskóla Íslands rannskað líðan almennings í kórónuveirufaraldrinum, og viðmót þess gagnvart stjórnvöldum og aðgerðum þeirra. Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og einn rannsakenda, lítur við í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
Verðbólgudraugurinn traust Íslendinga á stjórnvöldum í Covid