Hlaðvarp Hæglætishreyfingarinnar. Hæglætishreyfingin er hreyfing fólks sem hefur tileinkað sér eða hefur áhuga á að tileinka sér hæglæti (e. slow living, einnig simple-living). Hæglæti er svar við hraða og streitu samfélagsins. Í hlaðvarpinu fjöllum við um hæglæti frá ýmsum hliðum og um leiðir til að tileinka sér hæglæti sem lífsstíl.
Lagið sem hljómar í bakgrunni heitir "Orð til þín" og er flutt af og er eftir Pálma Sigurhjartarson og Þóru Jónsdóttur.