Hæglætishlaðvarpið

Hæglætishlaðvarpið

Í 21. þætti Hæglætishlaðvarpsins eiga þær samtal Þóra Jónsdóttir, stjórnarkona í Hæglætishreyfingunni og Anni Haugen, félagsráðgjafi sem er hætt störfum. Anni starfaði lengi við barnaverndarþjónustu og við kennslu í félagsráðgjöf.Þóra lýsir Anni sem fyrirmynd sinni sem hæglætis"lífveru", í upphafi þáttar, en Anni lifir hæglætislífi ásamt eiginkonu sinni í sveitasælu í miðri Reykjavík.Anni og Þóra ræða saman um hlustun og hæglæti og hvernig þetta tvennt spilar saman. Anni segir hlustun mjög mikilvæga í öllum samskiptum, þegar við þjónum eða aðstoðum hvort annað. Og til þess að geta verið flink að hlusta þarf hæglæti og rými til að vera vel til staðar og sitja vel í sjálfu sér. Við mælum með hlustun. 

21. þáttur - Hæglæti og hlustun - Þóra og Anni HaugenHlustað

01. apr 2024