Hæglætishlaðvarpið

Hæglætishlaðvarpið

English below.Í þessum þætti Hæglætishlaðvarpsins talar Þóra Jónsdóttir við Carl Honoré sem nefndur hefur verið talsmaður hæglætishreyfingarinnar (The Voice of the Slow Movement). Hann hefur skrifað nokkrar bækur um ávinning hæglætis, m.a. bókina Lifum lífinu hægar, In Praise of Slow sem kom út árið 2004 og hefur síðan vakið heimsathygli fyrir boðskap sinn um ávinning hæglætis og hægara samfélags, hægari og betri ákvarðanatöku, gæði hægari samskipta og margt fleira. Carl er eftirsóttur fyrirlesari og ferðast um heiminn til að hvetja til hæglætis.Þóra og Carl fara vel yfir sviðið og Carl gefur alls kyns góðar hugmyndir um hvernig hægt er að nýta hæglæti til að bæta líf sitt en ekki síður hvernig samfélagið sem heild getur innleitt hæglæti í samtímaverkefnin. Við mælum heilshugar með hlustun. In this podcast episode of the Slow Movement in Iceland, we speak to Carl Honoré, the Voice of the Slow Movement about the theory of Slow. We hope you enjoy :) 

22. þáttur - Samtal við Carl Honoré, the Voice of the Slow Movement (in English)Hlustað

23. nóv 2024