Hæglætishlaðvarpið

Hæglætishlaðvarpið

Í þessum 20. þætti Hæglætishlaðvarpsins er Sigrún Jónsdóttir, ADHD- og einhverfumarkþjálfi og jóga nídra kennari gestur okkar. Í samtali við Ingibjörgu Ólafsdóttur segir hún frá ferðalagi sínu í gegnum þrot sem hún tengir mikið við sín ADHD einkenni í gegnum árin, sem voru aðallega ofvirkni, vinnusemi, streituvaldandi vinnuumhverfi í fjölmörg ár sem þroskaþjálfi, en líka framkvæmdagleði, ofvirkur hugur og hvatvísi. Allt vissulega jákvæðir eiginleikar, en geta líka valdið heilsubresti ef mikið ójafnvægi er á milli umhverfis og þessara eiginleika. Sigrún fræðir okkur um ADHD sem og jóga nídra sem áhrifamikla leið til að öðlast hina nauðsynlegu ró og djúpslökun, og lýsir ferðalagi sínu á skemmtilegan hátt frá því að finnast allt sem tengdist hæglæti bæði hundleiðinlegt og afar óspennandi, til þess að finnast það nauðsynlegt og sér afar hugleikið. Því eins og þær fjalla um, þó að tilhugsunin fyrir mörg okkar um að hægja á virki ögrandi og óþægileg, til hvers að eiga kraftmikinn sportbíl ef þú ræður ekki við hestöflin? Ef öll orkan fer í að halda honum á veginum og hættan er afar mikil á því að lenda út af og úti í skurði?Til að læra meira um Sigrúnu má fara inn á www.miro.is eða finna Míró markþjálfun og ráðgjöf á Facebook og Instagram

20. þáttur - Hæglæti, ADHD og jóga nidra - Ingibjörg Ólafs og Sigrún JónsdóttirHlustað

01. mar 2024