Í þessum þætti ræðir Þóra Jóns við Dögg Árnadóttur, nýja stjórnarkonu í Hæglætishreyfingunni. Dögg er lýðheilsufræðingur og viðskiptafræðingur, þriggja barna einstök móðir. Hún er að hefja starfsemi nýsköpunarhugmyndar sem ber heitið SamskiptaRæktin en hún veitir þjónustu fyrir fólk sem vill ástunda samskipti sem eru heilsurækt. Í samtali Þóru og Daggar birtast augljós jákvæð tengsl hæglætis og samskipta sem geta sannarlega verið heilsurækt ef þau fá rétta næringu og ef við lærum og þjálfum okkur í meðvituðum uppbyggjandi og jákvæðum samskiptum. Ávinningur hæglætis getur verið mikill fyrir félagsleg tengsl okkar og samskipti. Hlustið endilega og segið okkur hvernig ykkur líkar á miðlunum okkar, Hæglæti á Facebook og Instagram sem og í hópnum Hæglætishreyfingin á Facebook. Hægt er að gerast félagi í Hæglætishreyfingunni með því að skrá sig hér: Skráning í Félagið | Haeglaeti.SamskiptaRæktina má finna á Facebook og Instagram.
15. þáttur - Hæglæti og samskipti - Þóra og Dögg Árnadóttir hjá SamskiptaRæktinni