Í þættinum fjallar Þóra Jónsdóttir, stjórnarkona í Hæglætishreyfingunni um hvernig hæglæti getur hjálpað til við að bæta fjárhagslega heilsu. Hún segir frá eigin reynslu af því að hafa verið í heldur neikvæðri fjárhagslegri hegðun fyrri hluta fullorðinsáranna, en með hægara lífi lært að taka betri ákvarðanir og bætt fjárhagslega heilsu sína og fjölskyldunnar. Hún deilir góðum ráðum í átt að bættri fjárhagslegri heilsu.Þóra er fjölskyldumanneskja, lögfræðingur og ein af stofnendum Hæglætishreyfingarinnar. Sjá meira um Þóru hér: Þóra Jónsdóttir | Haeglaeti.
16. þáttur - Hæglæti og fjárhagsleg heilsa - Þóra Jóns