Handboltinn okkar

Handboltinn okkar

Drengirnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust í Klaka stúdíoið sitt og tóku upp 21.þátt vetrarins. Umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Jói Lange, Gestur Guðrúnarson og Daníel Berg Grétarsson. Í þætti dagsins ákvaðu þeir félgar að fara yfir þrjú atriði sem hafa komið upp í umræðuna að undarförnu. Þeir byrjuðu á því að kíkja yfir þá hugmynd um breyta deildarfyrirkomulagnu í Olísdeild kvenna í eina deild líkt var hér áður. Því næst kíktu þeir á kærumálið í Garðabænum þar sem að enn einu sinni voru gerð mistök í talningu marka á tímavarðarborðinu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem svona mistök eiga sér stað í Garðabænum og hvetja þeir félagar forsvarsmenn Stjörnunnar að fá nýja aðila í þetta hlutverk. Í lok þáttar fóru þeir yfir hitamálið í tengslum við fyrirhugaðan bikarleik Harðar og Fjölnis sem átti að fara fram þann 14.desember en Fjölnismenn ákváðu að gefa leikinn og báru fyrir sig að þeir ættu ekki í lið þar sem að leikmenn liðsins væru fastir í prófum. Þeir félagar gefa lítið fyrir þessar útskýringar og ganga svo langt að þetta lýsi metnaðarleysi félagsins í hnotskurn og þeir ganga svo langt að hvetja forsvarsmenn félagsins að hreinlega draga liðið úr keppni því það er útlit fyrir þeir komi til með að spila í úrslitakeppni í miðri prófatörn í vor.  

Á að breyta deildarfyrirkomulaginu í kvennaboltanum? - Enn vandræði með talningu í Garðabæ - Metnaðarleysi FjölnismannaHlustað

09. des 2021