Handboltinn okkar

Handboltinn okkar

Strákarnir í  hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust í kvöld í Klaka stúdíóið sitt og tóku upp sinn þrítugasta þátt. Umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Gestur Guðrúnarson, Jói Lange og Arnar Gunnarsson. Í þætti dagsins fóru þeir yfir leik Íslands og Danmerkur á EM þar sem að íslenska liðið tapaði sínum fyrsta leik á mótinu. Þeir félagar voru sammála því að strákarnir börðust hetjulega en þeir máttu ekki mikið við öflugu liði Dana þar sem að helsti munur á liðunum lá í markvörslunni. Þá skoðuðu þeir aðeins framhaldið hjá liðinu og þeir sjá fyrir sér að næsta verkefni gegn Frökkum gæti orðið strembið en voru hins vegar sammála því að liðið gæti sigrað Króata og Svartfellinga og því myndu því ná að spila um 5.sætið í mótinu. Því miður var enginn með rétt gisk á úrslitin í getraunaleiknum en Gestur og Jói ákváðu að gefa Arnari gjafabréfið á BK þar sem að hann hefur spáð rétt til um úrslit síðustu tveggja leikja.  

Tap gegn Dönum þrátt fyrir hetjulega baráttu - Framhaldið gæti orðið brekkaHlustað

20. jan 2022