Drengirnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust niður við hljóðpípuna á nýjan leik og forum um víðan völl í umræðu sinni um handboltann frá öllum hliðum.
Þeir hófu yfirferð sína á því að líta á stöðu mála í Olísdeild karla þar sem þeir voru sammála um að Afturelding væri að koma þeim einna mest á óvart í vetur. Þá upplýstu þeir um að Harðverjar væru búnir að semja við rússneska skyttu Alexander Tatarintsev sem hefur meðal annars leikið með spænska liðinu Ademar Leon.
Í framhaldinu ræddu þeir mikið um stöðu handboltans í dag með hliðsjón af deildarfyrirkomulagi og þeir telja að úrbóta sé þörf og víða sé pottur brotinn.
Sameinaðir á ný - Nýr leikmaður á Ísafjörð - Staðan handboltans