Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust í Klakastúdíóið sitt í dag eftir langa fjarveru og tóku upp sinn þrítugasta og áttunda þátt á þessu tímabili. Umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Jói Lange, Gestur Guðrúnarson og Arnar Gunnarsson
Í þætti dagsins fóru þeir yfir lokastöðuna í Olísdeild karla þar sem þeir fóru yfir hvernig hún var á móti spá þeirra félaga í haust. Þá spjölluðu þeir um það sem þeim fannst koma á óvart í vetur bæði jákvætt og neikvætt. Þá spáðu þeir aðeins í úrslitakeppnina sem hefst eftir viku og þar voru þeir félagar sammála um að það yrði hörkuskemmtun.
Þá fóru þeir einnig yfir málin í Grill66 deild karla þar sem að Hörður frá Ísafirði urðu deildarmeistarar. Þar fóru þeir yfir umspilið sem er framundan um laust sæti í Olísdeild karla á næstu leiktíð og þar voru þeir ekki alveg sammála um hvaða lið það yrði sem myndi hreppa það sæti.
Að lokum fóru þeir yfir landsleikina sem eru framundan gegn Austurríki og þar voru þeir sammála um að íslenska liðið myndi komast áfram úr því umspili.
Uppgjör í Olísdeild og Grill66 deild karla - Til hamingju Hörður og Valur - Spáð í úrslitakeppnina