Handboltinn okkar

Handboltinn okkar

26.þáttur af hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar kom út í kvöld og það sem er merkara er að þetta var janframt 100.þátturinn hjá þeim félögum frá því að hlaðvarpsþátturinn var settur á laggirnar. Að þessu sinni voru það Jói Lange, Gestur Guðrúnarson og Arnar Gunnarsson sem settust í Klaka stúdíóið. Að þessu sinni fóru þeir yfir fyrsta leikdag á EM ásamt því að velta fyrir sér möguleikum Íslands gegn Portúgal á morgun sem á mótinu í heild. Þeir eru enn sannfærðari eftir úrslit dagsins að íslenska liðið ætti hiklaust að setja stefnuna á topp 8 að lámarki. Þá fóru þeir rækilega yfir það hversu þreyttir þeir eru á því hvað mönnum leyfist að tala niður til handboltans í hinum ýmsu þáttum tengt íþróttum og það fór sérstaklega fyrir brjóstið á þeim þegar handbolti var kallaður jaðaríþrótt og sér í lagi í þáttum tengdum rétthafa handboltans. Þeir ræddu það að það væri kjörið fyrir handboltahreyfinguna að búa til einhvers konar fantasy leik í kringum handboltann á Íslandi og þeir eru sannfærðir Þá kynntu þeir til leiks nýjan styrktaraðila þáttarins en það er BK Kjúkllingur og verða þeir með getraunaleiki í kringum leiki liðsins þar sem að sá sem giskar á rétt úrslit fær gjafabréf hjá BK Kjúkling að launum.

EM - Dagur 1 - Væntingar fyrir leikinn gegn Portúgal - 100.þátturHlustað

13. jan 2022