Handboltinn okkar

Handboltinn okkar

Þrítugasti og annar þáttur af hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar kom út í kvöld. Umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Gestur Guðrúnarson, Jói Lange og Arnar Gunnarsson. Í þættinum að þessu sinni fóru þeir félagar yfir leik Íslands og Króatíu þar sem að íslenska liðið tapaði með eins marks mun. Þeim félögum fannst íslenska liðið vera langt frá sínu besta í þessum leik og það væri engu líkara en að orkan væri farin að tæmast hjá nokkrum leikmönnum íslenska liðsins. Umsjónarmenn þáttarins halda þó enn í vonina um sæti í undanúrslitum og þeir eru vissir um að íslenska liðið geri sitt með því að vinna Svarfjallaland á miðvikudaginn. En þeir voru þó ekki eins sammála um það hvort að Danir muni klára sitt verkefni.

Tap gegn Króötum í döprum leik - Nú þurfum við hjálp frá Dönum !Hlustað

24. jan 2022