þáttur af hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar kom út í dag.
Í þættinum fjölluðu þeir um fyrstu 2 leikina í úrslitum Olísdeildar karla þar sem að var um að ræða heldur betur ólíka leiki frá öllum hliðum séð. Í fyrsta leiknum voru eyjamenn bara hreinlega líkt og áhorfendur í fyrri hálfleik en náðu þó að eins að rétta hlut sinn í seinni hálfleik. Dómgæslan var heldur ekki burðug í þeim leik. Allt annað var uppá teningunum í leik 2 þar sem að ÍBV náði að svara fyrir sig en þar var Björn Viðar markvörður eyjamanna heldur betur í stuði og hélt sínum mönnum inní leiknum. Þeir félagar hrósuðu þó dómurunum sérstaklega en að þeirra mati dæmdu þeir Anton og Jónas leikinn óaðfinnanlega.
Drenginrnir fóru einnig yfir einvígi Fram og Vals í úrslitum Olísdeildar kvenna þar sem 2 leikir eru einnig búnir. Þeir voru gríðarlega ánægðir með spennuna sem er í þessu einvígi og spá því að þetta muni fara í oddaleik en þeir treystu sér þó ekki til þess að spá til um hvaða lið myndi standa uppi sem Íslandsmeistari.
Að lokum fóru þeir yfir nýjustu fréttir og slúður í handboltaheiminum en það er allt að fara í gang á félagaskiptamarkaðunum þessa daganna.
Allt í járnum í úrslitaeinvígum karla og kvenna - Frábær dómgæsla í Eyjum - Sviptingar á þjálfaramarkaðnum