Þriðji þáttur vísindahlaðvarpsins heilsuhegðun ungra Íslendinga er nokkurs konar framhald af öðrum þætti. Rúna Sif Stefánsdóttir doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands heldur áfram að fjalla um mikilvægi svefnsins, áhrif hans á einkunnir og hugræna frammistöðu svo eitthvað sé nefnt. Rúna Sif spjallar við þær Elfu Óskarsdóttur og Báru Ólafsdóttur um þær breytingar sem verða á unglingsárunum og tröppuganginn sem er á milli skólastiganna hér á landi.
Mikilvægi svefnsins, áhrif hans á einkunnir og hugræna frammistöðu