Í þessum þætti ræða þau Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga, og Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum um nýjar leiðir við menntun nemenda á framhaldsskólastiginu. Þau tala meðal margs annars um hvernig framhaldsskólinn hefur breyst með tilkomu snjallvæðingarinnar, hvað skólinn geti gert til að auka námsáhuga í gegnum tæknina og hvernig skólaumhverfið geti haft áhrif á skjánotkun. Þau ræða það hugtak sérstaklega og ekki síst hversu flott kynslóð er að vaxa upp á Íslandi nútímans.