Í öðrum þætti vísindahlaðvarpsins Heilsuhegðun ungra Íslendinga eru svefn, hreyfing og lifnaðarhættir ungs fólks til umræðu. Það er dr. Vaka Rögnvaldsdóttir lektor við Háskóla Íslands sem spjallar um hver staðan er í þessum málum og um þá þætti sem hafa áhrif á svefn og hreyfingu við þeir Jökull Þór Ellertsson og Baldur Steindórsson úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Sömuleiðis fjallar Vaka um hvaða leiðir séu færar til að bæta svefn og heilsu.