Heilsumál - hlaðvarp um heilsu og vellíðan.

Heilsumál - hlaðvarp um heilsu og vellíðan.

Gestur okkar í dag er Björgvin Franz Gíslason, leikari. Hann hefur nýverið lokið tveimur stórkostlegum sýningum í Borgarleikhúsinu. Önnur sýningin nefnist Ellý en hún fjallar um líf Ellý Vilhjálms, þar sem Björgvin bregður sér í gervi Villa Vill og Ragga Bjarna. Þegar ég sá sýninguna hélt ég hreinlega að Björgvin væri bara að mæma Ragga því hann náði honum algjörlega! Hin leiksýningin er söngleikurinn Matthildur þar sem Björgvin leikur sadískan skólastjóra og fór þar einnig á kostum. Sýningin er mjög líkamlega krefjandi og fer Björgvin aðeins yfir það í spjalli okkar hvað hann gerir til að halda sér í góðu formi. Við Björgvin áttum við gott spjall um lífið almennt, áskoranir, persónulegan þroska og ekki síst andlega- og líkamlega heilsu. Að ógleymdu mikilvægi svefns í þessu öllu.

Björgvin Franz Gíslason leikariHlustað

03. feb 2020