Heilsumál - hlaðvarp um heilsu og vellíðan.

Heilsumál - hlaðvarp um heilsu og vellíðan.

Eggert Eyjólfsson bráðalæknir er gestur okkar að þessu sinni. Eggert sagði upp á bráðamóttöku Landspítalans í haust og lauk sinni síðustu vakt fyrir áramót. Hann hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið þar sem hann hefur lýst óboðlegum starfsaðstæðum og stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Hann telur öryggi sjúklinga og heilsu starfsfólks ógnað.Eiginkona Eggerts er hjúkrunarfræðingur og starfaði einnig á bráðamóttökunni. Hún sagði upp störfum síðastliðið vor, af sömu ástæðum og Eggert.Í þessum þætti setjast þeir Eggert og Bent niður og ræða störf bráðalæknis, hjúkrunarfræðinga, bráðamóttökuna og í raun heilbrigðiskerfið í víðu samhengi og hvað mætti betur fara.Styrktaraðilli þáttarins er RB Rúm, rbrum.is

Bráðamóttakan - „Nú gefst ég upp“ - Eggert Eyjólfsson bráðalæknirHlustað

12. jan 2023