Heimsendir

Heimsendir

Ég er að koma úr sýningarviku í japanska leikhúsinu þar sem við settum upp sýningu um "rakugo" menningu sem er japanskt uppistand (sitjandi). Þetta var frumraun mín með japönskum leikhóp og mikil reynsla og lærdómur. Önnur umræðuefni þáttarins eru drykkja og reykingar í Japan, eiturlyf og harðar refsingar við þeim, smáatriði í japönsku og fleira. Kæri hlustandi, takk fyrir að hlusta! Ertu með hugmynd að umræðuefni? Langar þig að fræðast um eitthvað sérstakt í Japan? Sendu mér þá línu eða skildu eftir komment á Facebok hópnum Heimsendir. Yoroshiku onegai shimasu!

#57 Lífið í Tokyo - Sitjandi uppistand, áfengi og eiturlyf í JapanHlustað

18. okt 2022